Enski boltinn

Walker: Stressaður að spila fyrir Guardiola

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kyle Walker hefur staðið undir 45 milljóna kaupverði sínu
Kyle Walker hefur staðið undir 45 milljóna kaupverði sínu Vísir/Getty

Kyle Walker var stressaður fyrir því að spila fyrir Pep Guardiola þegar hann kom fyrst til Manchester City.

„Leikmennirnir sem hann hefur stýrt eru margir af hetjum mínum svo það var svolítið stressandi að koma hingað og vinna fyrir hann,“ sagði Walker við BBC.

„Ég vissi að hann myndi hjálpa mér að bæta mig sem leikmaður og var hungraður í að fá að læra af honum.“

Walker var hjá Tottenham í níu ár áður en hann gekk til liðs við Manchester City í sumar.

„Hann kenndi mér að spara orku, ég þarf ekki að vera alltaf á fullu gasi. Þetta snýst um að velja rétt hlaup sem hafa tilgang en ekki hlaupa bara til þess að hlaupa,“ sagði Kyle Walker.

Manchester City mætir á Anfield á morgun í stórleik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.