Fótbolti

Konur í Sádí Arabíu fengu að fara á fótboltaleik

Sögulegur atburður átti sér stað í Sádí Arabíu í gær þegar konum var í fyrsta skipti hleypt inn á fótboltavöll.

Konurnar máttu aðeins vera í sérstökum fjölskyldusætum, en er skref í átt að jafnræði í landi þar sem konur hafa lengi haft lítil sem engin réttindi.

„Þetta sannar að við erum að stíga í rétta átt til framtíðar. Ég er mjög stolt að hafa verið hluti af þessari stórtæku breytingu,“ sagði Lanya Khaled Nasser, 32 ára kona sem var áhorfandi á leiknum í gær.

Í dag mun annar leikur fara fram þar sem konur mega vera meðal áhorfenda og sá þriðji á þriðjudaginn.

Liðin buðu kvenkyns stuðningsmönnum sínum upp á hefðbundin abaya klæði í liðslitunum til þess að hvetja konur til þess að mæta.

Í Sádí Arabíu mega konur enn ekki sækja um vegabréf, gifta sig, opna bankareikning eða fara úr fanglesi nema karlmaðurinn sem ræður yfir þeim, maki eða faðir, gefi þeim leyfi til þess.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.