Enski boltinn

Guardiola: Ég elska Anfield

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Pep Guardiola er með örugga forystu á toppi úrvalsdeildarinnar
Pep Guardiola er með örugga forystu á toppi úrvalsdeildarinnar vísir/getty
Pep Guardiola fer inn í stórleik helgarinnar með vaðið fyrir neðan sig, en Manchester City mætir á Anfield þar sem Jurgen Klopp og lærisveinar hans í Liverpool taka á móti þeim.

„Við vitum hversu flóki það er að fara á Anfield, en vonandi getum við sýnt hverjir við erum. Það eina sem ég vil frá leikmönnum mínum er að þeir berjist,“ sagði Guardiola.

Viðureign þessara liða á Anfield á síðasta tímabili fór 1-0 fyrir Liverpool. Nú er hins vegar annað City lið sem mætir á Anfield, lið sem ekki hefur tapað leik á Englandi á tímabilinu og er með 15 stiga forskot á toppi deildarinnar.

„Að sjálfsögðu geta þeir gert tilkall til titilsins. Að fara til Liverpool er alltaf erfitt. Það er alltaf áskorun að sanna sig á stóra sviðinu.“

„Ég elska Anfield. Það er alltaf skemmtilegt að koma á stóra sviðið og ég mun njóta þess að vera þarna á sunnudaginn,“ sagði Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×