Fótbolti

Spartak í vanda: „Sjáið súkkulaði bráðna“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Quincy Promes spilar með Spartak Moskvu
Quincy Promes spilar með Spartak Moskvu vísir/getty
Rússneska félagið Spartak Moskva olli miklum óeirðum á Twitter í morgun þegar liðið tísti myndbandi af þeldökkum leikmönnum sínum á æfingu undir yfirskriftinni „sjáið hvernig súkkulaði bráðnar í sólinni.“

Tístið kom frá opinbera Twitteraðgangi Spartak og hefur athugasemdum rignt inn frá notendum Twitter um að félagið ætti að eyða tístinu og biðjast afsökunnar.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Spartak á undir högg að sækja varðandi kynþáttaníð, en Rhian Brewster, leikmaður unglingaliðs Liverpool, þurfti að hlíða á niðrandi ummæli í leik gegn Spartak fyrr í vetur. UEFA er enn með það mál undir rannsókn.

Orðræða sem þessi frá rússneskum félögum veit ekki á gott fyrir hvað koma skal á Heimsmeistarmótinu í Rússlandi næsta sumar.



 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×