Körfubolti

Pétur: Krókurinn á þetta svo skilið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pétur þrumar boltanum niður.
Pétur þrumar boltanum niður. vísir/vísir
Pétur Rúnar Birgisson, maður leiksins í sigri Tindastóls á KR í bikarúrslitum í Maltbikarnum í körfubolta, segir að Krókurinn eigi skilið eins og einn bikar.

„Þetta verður ekkert skemmtilegra. Bara hvernig við komum út í þennan leik,” voru fyrstu viðbrögð Péturs áður en hann beindi spjótum sínum að fólkinu sem söng og trallaði bakvið hann:

„Allt þetta fólk syngjandi og standandi allan leikinn. Þetta er geggjað,” en Pétur var sammála undirrituðum að frammistaðan var í raun fullkominn frá fyrstu sekúndu.

„Við töluðum um að byrja leikinn af krafti. Við gerðum það, héldum áfram frá mínútu til mínútu og vorum frábærir allan leikinn.”

Tindastóll byrjaði af gífurlegum krafti og Pétur hefur varla óráð fyrir þessari byrjun, en Stólarnir komu m.a. í 19-2.

„Maður býst aldrei við að vera vinna svona stórt í byrjun. Við mættum bara tilbúnir og sýndum okkar leik.”

Þessi sigur er ekki bara risastór fyrir Tindastól heldur fyrir allt bæjarfélagið. Pétur tók undir það.

„Sérðu þessa áhorfendur? Krókurinn á þetta svo skilið,” sagði Pétur að lokum.


Tengdar fréttir

Stærsti sigurinn í 22 ár

Tindastóll valtaði yfir bikarmeistara síðustu tveggja ára og Íslandsmeistara síðustu fjögurra ára, KR, 69-96 í úrslitaleiknum í Maltbikar karla. Sigur Tindastóls var sá stærsti í 22 ár í sögu bikarúrslitaleikja karla og sá næst stærsti frá upphafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×