Fótbolti

Aron spilaði í jafntefli Bremen

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron hefur fengið fá tækifæri með Werder Bremen í vetur.
Aron hefur fengið fá tækifæri með Werder Bremen í vetur. vísir/getty

Aron Jóhannsson fékk að spila síðustu mínúturnar í jafntefli Werder Bremen gegn Hoffenheim í þýsku Bundesligunni í fótbolta í dag.

Aron kom inn á 84. mínútu fyrir Florian Kainz en þá var staðan orðin 1-1. Aron náði ekki að breyta því og urðu það lokatölur.

Benjamini Hubner kom Hoffenheim yfir á 39. mínútu en það var Theodor Gebre Selassie sem jafnaði metin fyrir 63. mínútu.

Bremen er í fallsæti, með 16 stig eftir 18 umferðir.

Augsburg var án krafta Alfreðs Finnbogasonar, en hann er meiddur á hásin, þegar liðið mætti Hamburg á heimavelli.

Ja-Cheol Koo skoraði eina mark leiskins fyrir Augsburg á loka mínútum fyrri hálfleiks, en Augsburg er um miðja deild, í 8. sæti.

Frankfurt og Freiburg gerðu 1-1 jafntefli, Hannover sigraði Mainz 3-2 og Stuttgart bar sigurorð af Hertha Berlin 1-0.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.