Enski boltinn

Tap hjá Herði │ Reading enn án sigurs

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hörður Björgvin fékk lítið að láta ljós sitt skína í dag
Hörður Björgvin fékk lítið að láta ljós sitt skína í dag vísir/getty
Hörður Björgvin Magnússon kom inn á loka mínútunum í tapi Bristol City fyrir Norwich í ensku Championship deildinni í fótbolta í dag.

Hörður hefur verið viðriðinn byrjunarliðið í síðustu leikjum Bristol en þurfti að sætta sig við sæti á bekknum í dag. Honum var skipt inn á 89. mínútu fyrir Bobby Reid.

Eina mark leiksins skoraði hinn 21 árs gamli James maddison á 79. mínútu og tryggði þar með Norwich sigurinn.

Jón Daði Böðvarsson þurfti að sitja allan leikinn á bekknum þegar Reading gerði markalaust jafntefli við Hull á útivelli.

Þetta var áttundi leikurinn í röð sem Reading fer án sigurs, en liðið er í 18. sæti ensku 1. deildarinnar , fimm stigum frá fallsæti.

Úrslit dagsins:

Cardiff - Sunderland 4-0

Barnsley - Wolves 0-0

Birmingham - Derby 0-3

Brentford - Bolton 2-0

Bristol City - Norwich 0-1

Burton - QPR 1-3

Hull - Reading 0-0

Ipswich - Leeds 1-0

Middlesbrough - Fulham 0-1

Millwall - Preston 1-1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×