Körfubolti

Tapaði í undanúrslitum en styður Njarðvík í stúkunni í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carmen Tyson-Thomas í stúkunni í dag.
Carmen Tyson-Thomas í stúkunni í dag. Vísir/Hanna
Carmen Tyson-Thomas var í tapliði Skallagríms sem mátti sætta sig við óvænt tap fyrir botnliði Domino's-deildar kvenna, Njarðvíkur, í undanúrslitum Maltbikarsins í dag.

Í dag var hún hins vegar mætt í stúkuna í Laugardalshöllinni og studdi lið Njarðvíkur er liðið spilaði við Keflavík í úrslitaleik keppninnar í dag.

Tyson-Thomas skoraði sautján stig í leiknum gegn Njarðvík á fimmtudag og tók sjö fráköst. Hún spilaði í aðeins fimmtán mínútur þar sem að hún þurfti að deila hlutverki sínu með miðherjanum Ziomora Esket Morrison, sem gekk nýverið til liðs við Skallagrím. Morrison spilaði í tæpar 25 mínútur.

Hún fór til Njarðvíkur árið 2015 en fór frá félaginu í mars á þessu ári. Var ástæða þess að henni var sagt upp hjá félaginu sagðir vera samskiptaörðugleikar, sem hún hafnaði sjálf. Hún lék reyndar einnig með Keflavík á fyrsta ári sínu hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×