Körfubolti

Tapaði í undanúrslitum en styður Njarðvík í stúkunni í dag

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carmen Tyson-Thomas í stúkunni í dag.
Carmen Tyson-Thomas í stúkunni í dag. Vísir/Hanna

Carmen Tyson-Thomas var í tapliði Skallagríms sem mátti sætta sig við óvænt tap fyrir botnliði Domino's-deildar kvenna, Njarðvíkur, í undanúrslitum Maltbikarsins í dag.

Í dag var hún hins vegar mætt í stúkuna í Laugardalshöllinni og studdi lið Njarðvíkur er liðið spilaði við Keflavík í úrslitaleik keppninnar í dag.

Tyson-Thomas skoraði sautján stig í leiknum gegn Njarðvík á fimmtudag og tók sjö fráköst. Hún spilaði í aðeins fimmtán mínútur þar sem að hún þurfti að deila hlutverki sínu með miðherjanum Ziomora Esket Morrison, sem gekk nýverið til liðs við Skallagrím. Morrison spilaði í tæpar 25 mínútur.

Hún fór til Njarðvíkur árið 2015 en fór frá félaginu í mars á þessu ári. Var ástæða þess að henni var sagt upp hjá félaginu sagðir vera samskiptaörðugleikar, sem hún hafnaði sjálf. Hún lék reyndar einnig með Keflavík á fyrsta ári sínu hér á landi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.