Innlent

Opnað fyrir umferð á Þrengslavegi

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi í kvöld.
Frá vettvangi í kvöld. Vísir

Þrengslavegi hefur verið lokað vegna umferðaróhapps en ekki eru alvarleg slys á fólki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi.

Vegna færðar og skyggnis hefur veginum verið lokað til að tryggja öryggi viðbragðsaðila á vettvangi. Þá er ekki búist við að lokunin vari lengi.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni, sem send var út á níunda tímanum í kvöld, segir að mikill éljagangur hafi verið á Suður- og Suðausturlandi í dag og því víða nokkur hálka og hálkublettir.

Uppfært klukkan 21:48:
Lokun hefur verið aflétt um Þrengslaveg. Slabb er á veginum, hált og skafrenningur og eru vegfarendur því beðnir um að aka með gát og stilla ökuhraða í hóf.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.