Körfubolti

Martin með stórleik | Tryggvi fékk tækifæri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Martin Hermannsson.
Martin Hermannsson. Vísir/Anton
Stórleikur Martins Hermanssonar dugði ekki til þegar Cholet tapaði fyrir Le Mans, 90-84, í frönsku 1. deildinni í kvöld. Martin skoraði 29 stig.

Martin var sjóðheitur, vægast sagt. Hann nýtti skotin sýn frábærlega - tíu af þrettán innan þriggja stiga línunnar og tvö af þremur utan hennar.

Landsliðsmaðurinn bætti persónulegt met í stigaskori á tímabilinu en hann hafði fyrir leikinn í kvöld aðeins einu sinni skorað meira en 20 stig í leik.

Martin var aðeins hvíldur í 25 sekúndur í leiknum í kvöld en hann var með 30 framlagspunkta, það mesta í hans liði í kvöld.

Haukur Helgi Pálsson skoraði fjögur stig fyrir Cholet sem vann Pau Lacq Orthez í kvöld, 78-70.

Cholet, Reims og Orthez eru öll um miðja deild en Le Mans er í toppbaráttu hennar.

Það var einnig spilað á Spáni í kvöld og fékk Tryggvi Snær Hlinason dýrmætar mínútur í sigri í stórsigri Valencia á Zaragoza, 103-58.

Tryggvi Snær bætti persónulegt met í kvöld er hann spilaði í tæpar sjö mínútur og skoraði þrjú stig. Hann nýtti eina skotið sitt í opnu spili og annað vítaskota sinna. Þá tók hann tvö fráköst - eitt í vörn og eitt í sókn.

Valencia er í fjórða sæti spænsku 1. deildarinnar með tíu sigra. Real Madrid er á toppnum með fjórtán sigra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×