Körfubolti

Warriors héldu út endurkomu Raptors

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Stephen Curry.
Stephen Curry. Vísir/Getty

Stephen Curry snéri aftur á parketið eftir meiðsli í liði Golden State Warriors í bandarísku NBA deildinni í körfubolta í nótt.

Curry skoraði 24 stig á móti Toronto Raptors í 12. útisigri Warriors í röð og var með 9 stoðsendingar. Meistararnir í Golden State áttu frábæran fyrri hálfleik þar sem þeir hittu úr 71 prósent af skotum sínum og skoruðu 81 stig.

Staðan í hálfleik var 81-54 fyrir Warriors en heimamenn í Raptors náðu að koma til baka og gera leikinn spennandi, en lokatölur urðu 125-127 fyrir Warriors. Maðurinn á bak við endurkomu Raptors var DeMar DeRozan sem skoraði 42 stig, 5 fráköst og 3 stoðsendingar.Tímabilið hjá Los Angeles Lakers leit ekki allt of vel út þegar liðið var búið að tapa níu leikjum í röð og sat á botni Vesturdeildarinnar, en þeir eru að snúa gengi sínu við og náðu í nótt fjórða sigrinum í röð.

Lakers sóttu Dallas Mavericks heim og voru komnir tíu stigum undir þegar liðið var á fjórða leikhluta. Þeir náðu þó að koma til baka og jafna leikinn og þurfti að grípa til framlengingar til þess að fá úrslit í leiknum, þar stigu Lakers fram úr og unnu 101-107.Úrslit næturinnar:
Dallas Mavericks - Los Angeles Lakers 101-107
LA Clippers - Sacramento Kings 126-105
Charlotte Hornets - Oklahoma City Thunder 91-101
Washington Wizards - Brooklyn Nets 119-113
Toronto Raptors - Golden State Warriors 125-127
Chicago Bulls - Detroit Pistons 107-105
San Antonio Spurs - Denver Nuggets 112-80

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.