Enski boltinn

Wenger: Framtíð Alexis Sanchez ræðst á næstu 48 klukkutímum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez. Vísir/Getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var ekki með Alexis Sanchez í leikmannahópi sínum í gær þegar Arsenal tapaði á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni en franski stjórinn segir að framtíð leikmansins ráðist í dag eða á morgun.

Samningur Alexis Sanchez og Arsenal rennur út í sumar og hann hefur lengi verið orðaður við Manchester City. Á síðustu dögum hefur hinsvegar Manchester United einnig blandað sér í kapphlaupið um Sílemanninn.

„Ég stýri ekki taktinum í þessu máli en ef að það gerist eitthvað þá gerist það í dag á morgun en annars ekki. Þetta mun ráðast á næstu 48 klukktímum,“ sagði Arsene Wenger í gær en BBC segir frá.

Arsene Wenger talaði um það fyrir leikinn að hann hafi ákveðið að skilja Alexis Sanchez eftir heima af því að hann væri ekki með fulla einbeitingu.

Alexis Sanchez hefur ekki viljað skrifað undir nýjan samning við Arsenal en Arsene Wenger hefur þrjóskast við og reynt að tala leikmanninn til.

Nú lítur hinsvegar allt út fyrir það að Sanchez kveðji í þessari viku en hvort að hann fari til Manchester City, Manchester United eða jafnvel Paris Saint-Germain kemur væntanlega í ljós á næsta sólarhring.

Alexis Sanchez og Arsene Wenger.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×