Enski boltinn

Messan: Farið yfir leikmannahópinn og frammistöðuna hjá Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ríkharð Óskar Guðnason og gestir hans í Messunni í gær tóku að þessu sinni fyrir 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar og ein óvæntustu úrslit helgarinnar komu í tapi Arsenal á móti Bournemoth.

Gestir Rikka G að þessu sinni voru þeir Reynir Leósson og Ríkharður Daðason og fóru þeir sérstaklega yfir leikmannahóp og frammistöðu Arsenal liðsins í þessum leik.

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger var ekki með menn eins og Alexis Sanchez og Meut Özil í byrjunarliðinu og Rikki spurði strákana um hversu margir í byrjunarliði Arsenal í gær séu fastamenn í sínum landsliðum.

Svör þeirra og rétta svarið má sjá í innslaginu í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×