Erlent

Bílferð í háloftunum endaði á vegg tannlæknastofu

Samúel Karl Ólason skrifar
Tveir voru í bílnum og voru fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsl.
Tveir voru í bílnum og voru fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsl.
Undarlegt atvik átti sér stað í Sanda Ana í Kaliforníu um helgina þegar bíl var ekið í gegnum vegg tannlæknastofu sem er á annarri hæð. Tveir voru í bílnum og voru fluttir á sjúkrahús með minniháttar meiðsl. Ökumaðurinn hefur viðurkennt að hafa verið undir áhrifum fíkniefna við aksturinn.

Samkvæmt frétt CBS Los Angeles var bílnum, sem er af gerðinni Nissan Altima, ekið á miklum hraða fyrir slysið. Þá fór hann yfir þrjár akreinar áður en hann lenti á vegriði. Við það skaust bíllinn upp í loftið og á húsið.

Slökkviliðið segir að eldur hafi kviknað í húsinu við áreksturinn en hann var fljótlega slökktur. Bíllinn var svo fjarlægður úr hlið hússins í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×