Enski boltinn

Times: Liverpool getur unnið Meistaradeildina

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mane og Robertson fagna marki.
Mane og Robertson fagna marki. vísir/getty
Liverpool er á meðal þeirra liða sem geta unnið Meistaradeild Evrópu að mati Paul Joyce hjá The Times eftir frábæran sigur liðsins á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í gær.

„Annað sæti í úrvalsdeildinni ætti klárlega að vera það minnsta sem þeir stefna að á Englandi og púlsinn slær hraðar þegar huganum er beint að Meistaradeildinni. Hvaða lið sem getur tekið leikinn frá City á einu augnabliki verður að teljast líklegt,“ sagði Joyce í umfjöllun sinni.

Sigurinn kom á frábæru augnabliki fyrir Jurgen Klopp þegar brottför Philippe Coutinho hangir enn yfir allri umfjöllun um Liverpool og RB Leipzig hafnaði beiðninni um að hleypa Naby Keita fyrr til Liverpool snemma dags í gær.

„Það voru mennirnir sem höfnuðu öðrum félögum til þess að geta sýnt sig fyrir Klopp sem komu öllu af stað. Liverpool mun sakna sköpunargleði Coutinho, en sálfræðilega var þetta mjög mikilvægur sigur fyrir þá sem eftir standa.“

Liverpool drógst gegn portúgalska liðinu Porto þegar dregið var til 16-liða úrslita í Meistaradeildinni og þótti þar sleppa nokkuð vel því mun erfiðari andstæðingar voru í pottnum.

Fyrri leikur liðanna fer fram þann 14. febrúar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×