Innlent

Annar ferðamaður látinn eftir slysið í Eldhrauni

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir
Kínverskur karlmaður sem fluttur var á sjúkrahús eftir rútuslys í Eldhrauni í desember er látinn. Hann var fæddur árið 1996 og hafði verið á gjörgæslu frá því að slysið varð þann 27. desember. Enn eru einhverjir sem slösuðust á sjúkrahúsi. Þar á meðal ökumaður rútunnar.

Lögreglan á Suðurlandi segir fjölskyldu mannsins sem lést hafa verið hjá honum undanfarna daga og hafi þau notið aðstoðar starfsmanna kínverska sendiráðsins.

Rútan ók út af og valt eftir að hafa lent á fólksbíl.vísir/vilhelm
Slysið átti sér stað skömmu fyrir hádegi miðvikudaginn 27. desember síðastliðinn. Slysið varð með þeim hætti að hópferðabíll ók aftan á fólksbíl og endaði utan vegar á Suðurlandsvegi skammt frá Kirkjubæjarklaustri.

Auk mannsins dó kínversk kona á þrítugsaldri í slysinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×