Fótbolti

Áhugi á Herði frá Rússlandi

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hörður og félagar eru eins og er í umspilssæti um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili
Hörður og félagar eru eins og er í umspilssæti um sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili Vísir/getty
Rússneska félagið Rostov hefur áhuga á Herði Björgvin Magnússyni og mun gera Bristol City tilboð í leikmanninn nú í janúar, samkvæmt heimildum Bristol Post.

Rostov var nálægt því að krækja í íslenska landsliðsmanninn á lokadegi félagsskiptagluggans í sumar og vilja nú reyna aftur við hann. Félagið hefur nú þegar keypt til sín einn Íslending í janúar, Björn Bergmann Sigurðarson, og Sverrir Ingi Ingason hefur spilað með félaginu síðan í sumar.

Hörður Björgvin hefur fengið þó nokkur tækifæri í liði Bristol undanfarið, og var meðal annars í byrjunarliðinu bæði gegn Manchester Untied og Manchester City í deildarbikarnum.

Bristol Post telur ólíklegt að Hörður sé að hugsa sér til hreyfings því hann sé ánægður svo lengi sem hann fái að spila hjá Bristol City, en þrátt fyrir það muni Rostov leggja inn tilboð á næstu dögum.

Þá á ítalska félagið SPAL einnig að hafa áhuga á Herði, en Birkir Bjarnason hefur einnig verið orðaður við SPAL.

Næsti leikur Bristol er gegn Derby County á útivelli á föstudagskvöld, en liðið er í fimmta sæti í ensku 1. deildinni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×