Erlent

Írönskum mótmælendum sleppt úr haldi

Kjartan Kjartansson skrifar
Stúdentar í átökum við lögreglumenn fyrir utan háskóla í Teheran um áramótin.
Stúdentar í átökum við lögreglumenn fyrir utan háskóla í Teheran um áramótin. Vísir/EPA
Yfirvöld í Íran hafa sleppt  440 manns úr haldi sem voru handteknir í umfangsmiklum mótmælum gegn stjórnvöldum í Teheran í desember. Óljóst er þó hversu margir voru handteknir í tengslum við mótmælin.

Flestir þeirra sem voru handteknir voru á aldrinum 18-35 ára og koma úr fátækum fjölskyldum, að sögn saksóknara í Teheran.

Embættismenn í dómskerfinu segja að um þúsund manns hafi verið handteknir en þingmaðurinn Mahmoud Sadeghi fullyrti í síðustu viku að fjöldinn sé nær 3.700. Reuters-fréttastofan segir að nokkrir mótmælendur hafi látist í haldi yfirvalda og mannréttindasamtök hafa krafist opinberrar rannsóknar á dauðsföllum þeirra.

Yfirvöld hafa staðfest tvö dauðsföll mótmælenda en segja að þeir hafi stytt sér aldur í haldi.

Mótmælin beindust fyrst að dýrtíð og spillingu í Íran. Fljótlega fóru mótmælendur þó að beina spjótum sínum að stjórnvöldum og kölluðu eftir því að Ali Khamenei, æstaklerkur og leiðtogi Írans, hyrfi frá völdum.


Tengdar fréttir

Ekkert lát á mótmælum í Íran

Ekkert lát er á mótmælunum í Íran sem nú hafa staðið yfir tæpa viku. Írani sem er búsettur hér á landi segir að ástandið sé afar viðkvæmt og að viðbrögð stjórnvalda í Teheran muni ráða miklu um þróun mála.

Tíu létu lífið í mótmælum í Íran

kkert lát var á mótmælunum í nótt þrátt fyrir að Hassan Rouhani Íransforseti hafði hvatt til stillingar og sagt að óeirðir yrðu ekki liðnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×