Handbolti

Björgvin æfði ekki með liðinu í dag

Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar
Björgvin í leiknum gegn Króatíu í gær.
Björgvin í leiknum gegn Króatíu í gær. vísir/ernir
Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson gat ekki tekið þátt á æfingu landsliðsins í Split í dag þar sem hann er meiddur á ökkla.

Björgvin Páll sneri sig á ökkla í upphitun fyrir leikinn gegn Króatíu í gær en gat engu að síður spilað lungann úr leiknum.

Það er ekki reiknað með öðru en að hann spili gegn Serbum á morgun en hann er mun betri af meiðslunum í dag en hann var eftir leik í gær.

Leikur Íslands og Serbíu fer fram klukkan 17.15 á morgun og Björgvin fær því góðan sólarhring í viðbót til þess að jafna sig áður en kemur að stóru stundinni.


Tengdar fréttir

Vujin mun ekki spila gegn Íslandi

Það er nú endanlega orðið ljóst að serbneska stórskyttan Marko Vujin, sem leikur með Kiel, mun ekki spila með Serbum gegn Íslandi á morgun.

Ýmir: Aldrei áður farið á svona langa fundi

Nýliðinn Ýmir Örn Gíslason fékk að spila í rúmar fjórar mínútur í leiknum gegn Króatíu í gær. Það var létt í honum hljóðið á hóteli landsliðsins í dag.

Ásgeir Örn: Serbarnir eru óútreiknanlegir

Ásgeir Örn Hallgrímsson er einn reyndasti leikmaður íslenska landsliðsins búinn að ganga í gegnum margt með liðinu. Hann var lítið að stresssa sig á tapinu gegn Króatíu í dag og er farinn að horfa fram á veginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×