Enski boltinn

Fúlgur fjár bíða Sanchez gangi hann í raðir United

Anton Ingi Leifsson skrifar
"Réttið upp hönd þið sem viljið góð laun."
"Réttið upp hönd þið sem viljið góð laun." vísir/getty
Manchester United er tilbúið að borga Alexis Sanchez, rúmlega 350 þúsund pund á viku, gangi Síle-maðurinn í raðir United, en hann er þrálátlega orðaður við félagið.

Herma heimildir Sky Sports að grannarnir í Manchester berjist um kappann, en talið er að United sé að stela Sanchez á 35 milljónir punda.

Sjá einnig:Wenger: Framtíð Alexis Sanchez ræðst á næstu 48 klukkutímu

United telur sig vera með góða samningastöðu, en talið er að Henrikh Mkhitaryan fari frá United til Arsenal sem hluti af kaupverðinu.

Þeir rauðklæddu frá Manchester eru einnig sagðir ætla borga 35 milljónir punda til Arsenal, í stað þessa 20 milljóna sem City er reiðubúið að borga. Leikmaðurinn á svo að þéna um 18 milljónir punda á ári.


Tengdar fréttir

Sanchez „frábær, en erfiður“

Það þykir orðið aðeins tímaspursmál hvenær Alexis Sanchez yfirgefi herbúðir Arsenal, en hann fór ekki með liðinu til Bournemouth í dag. Arsene Wenger sagðist hafa skilið hann eftir því leikmaðurinn hafi verið svo óskýr í því hvað væri að gerast með hans framtíð.

Wenger: Framtíð Alexis Sanchez ræðst á næstu 48 klukkutímum

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var ekki með Alexis Sanchez í leikmannahópi sínum í gær þegar Arsenal tapaði á móti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni en franski stjórinn segir að framtíð leikmansins ráðist í dag eða á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×