Enski boltinn

Giggs mun tala við Ferguson: „Heimskulegt ef ég myndi ekki gera það"

Anton Ingi Leifsson skrifar
Giggs á blaðamannafundinum í dag.
Giggs á blaðamannafundinum í dag. vísir/getty
Ryan Giggs, nýráðinn stjóri Wales, segir að hann muni sækja í smiðju Alex Ferguson, fyrrverandi stjóra Giggs hjá Manchester United, í stjóratíð sinni.

Giggs var fyrr í dag tilkynntur sem þjálfari Wales, en hann tekur við af Chris Coleman sem lét af störfum eftir að hafa ekki náð að koma Wales á HM í Rússlandi.

„Já, það væri heimskulegt ef ég myndi ekki gera það. Hann (Ferguson) er einn af mögnuðustu þjálfurunum í sögunni,” sagði Giggs eftir að hann skrifaði undir fjögurra ára samning.

Sjáðu einnig: Giggs tekinn við Wales

„Ég talaði við hann síðasta sólahringinn og ég mun tala meira við hann í framtíðinni, en ég vil líka vera minn eigin þjálfari”

„Ég mun taka eitthvað frá þeim þjálfurum sem ég hef unnið hjá í gegnum tíðina, bæði hjá landsliðum og félagsliðum, en ég er mín eigin persóna.”

„Að eiga góðan feril sem leikmaður þýðir ekki endilega að þú verður góður þjálfari, en ég mun gera nákvæmlega það sem ég gerði sem leikmaður; vera fagmannlegur, gefa allt mitt og njóta.”




Fleiri fréttir

Sjá meira


×