Enski boltinn

Skipting í Alexis Sanchez kapphlaupinu: City út og Chelsea inn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexis Sanchez.
Alexis Sanchez. Vísir/Getty
Chelsea hefur nú áhuga á því að kaupa Alexis Sanchez frá Arsenal í janúar en þetta kemur fram hjá Sky Sports.

Knattspyrnustjórinn Antonio Conte er mjög hrifinn af Sílemanninum og talaði um það á föstudaginn var að hann hafi reynt að kaupa hann frá Udinese þegar Conte var stjóri Juventus.

Í gær tilkynnti Manchester City að félagið hefði ekki lengur áhuga á að kaupa Alexis Sanchez og þá leit allt út fyrir að leikmaðurinn væri á leiðinni til Manchester United.

Nú hefur Chelsea hinsvegar blandað sér í kapphlaupið þótt að Englandsmeistararnir eigi enn eftir að gera formlegt tilboð í leikmanninn samkvæmt heimildum Sky Sports.







Hvort að Conte nái að stela Alexis Sanchez af Mourinho verður að koma í ljós en mestar líkur eru ennþá á því að leikmaðurinn endi sem leikmaður Manchester United. Miðað við það sem hefur gengið á í samskiptum Conte og Mourinho þá þætti Ítalanum nú örugglega ekkert leiðinlegt að eyðileggja þessi kaup fyrir kollega sínum.

Manchester United er sagt tilbúð að borga Sanchez meira en 350 þúsund pund á viku ef hann kemur á Old Trafford en það eru 49,7 milljónir íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×