Sport

Fóru snemma af vellinum og misstu af „Minnesota Miracle“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stuðningsmenn Minnesota Vikings eru margir litríkur.
Stuðningsmenn Minnesota Vikings eru margir litríkur. Vísir/Getty
Stuðningsmenn Minnesota Vikings urðu vitni af ótrúlegum endi á leik liðsins í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í fyrrinótt. Þeir sem voru á US Bank leikvanginum munu örugglega ekki hætta að tala um þennan leik í marga mánuði.

Tveir stuðningsmenn Minnesota Vikings sem voru á vellinum gátu hinsvegar ekki fagnað með hinum sextíu stuðningsmönnum Víkinganna. Ástæðan var að þau voru farin af vellinum.

„Við fögnuðum ekki einu sinni. Við horfðum bara á hvort annað og sögðum: Gerðist þetta virkilega. Á ég að trúa því að við höfum farið og misst af þessu?,“ sagði Megan Mullen í viðtali við Yahoo Sports.

Það eru margir sögur örugglega til frá þessu ógleymanlega kvöldi þegar stuðningsfólk Minnesota Vikings upplifði tvær mjög ólíkar tilfinningar á aðeins nokkrum sekúndum. Viðbrögð nokkurra þeirra má sjá hér fyrir neðan og enn neðar er síðan lokasóknin sem færði Vikings sigurinn þegar allt virtist tapað.















NFL

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×