Fótbolti

Tvær landsliðskonur missa af ferðinni til La Manga | Freyr tekur inn tvo nýliða

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andrea Mist Pálsdóttir
Andrea Mist Pálsdóttir Vísir/Eyþór
Freyr Alexandersson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, þurfti að gera tvær breytingar á hópnum sem hann var búinn að velja fyrir æfingaferðina til La Manga á Spáni.

Íslenska landsliðið heldur til La Manga á fimmtudaginn og spilar þar vináttulandsleik við Noreg 23. janúar næstkomandi.

Valskonan Elín Metta Jensen og Eyjakonan Sigríður Lára Garðarsdóttir eru báðar meiddar og í þeirra stað koma inn Andrea Mist Pálsdóttir, Þór/KA, og Hlín Eiríksdóttir, Val. Báðar eru þær nýliðar í A-landsliðinu.

Hin nítján ára gamla Andrea Mist Pálsdóttir var brimbrjótur á miðju Íslandsmeistara Þór/KA síðasta sumar og hin sautján ára gamla Hlín Eiríksdóttir fór mikinn á kantinum hjá Hlíðarendaliðinu á síðustu leiktíð og skoraði meðal annars þrjú mörk.

Hlín hefur spilað 32 leiki fyrir 17 ára og 19 ára landsliðið og skorað í þeim 17 mörk en Andrea Mist á að baki 30 leiki fyrir yngri landslið Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×