Erlent

Greip barn sem kastað var frá brennandi húsi

Samúel Karl Ólason skrifar
Faðir eins barns var kominn efst í stigann af svölum sínum þegar hann kastaði barni sínu niður þar sem slökkviliðsmaður greip það.
Faðir eins barns var kominn efst í stigann af svölum sínum þegar hann kastaði barni sínu niður þar sem slökkviliðsmaður greip það.
Myndband af dramatísku atviki þar sem slökkviliðsmaður greip barn sem kastað var af svölum brennandi húss hefur verið birt af slökkviliðinu. Atvikið átti sér stað í DeKalbsýslu í Georgíu í Bandaríkjunum þann 3. janúar. Á myndbandinu má sjá hús í ljósum logum og slökkviliðsmenn fara á stigum upp í efri hæðir þess.

Faðir eins barns var kominn efst í stigann af svölum sínum þegar hann kastaði barni sínu niður þar sem slökkviliðsmaður greip það. Fleiri börnum var kastað úr húsinu og til dæmis var öðru barni kastað af svölum hússins til slökkviliðsmanns sem var á leið upp stiga.

„Við vorum að grípa börn eins og fótbolta, bókstaflega,“ sagði Eric Jackson, slökkviliðsstjóri, við blaðamenn. „Foreldrar voru að kasta þeim til okkar af svölunum. Það voru nokkrir slökkviliðsmenn sem gripu börn.



Um tólf manns slösuðust í brunanum. Þar af nokkur börn en að mestu var um reykeitrun að ræða.


ABC Breaking News | Latest News Videos



Fleiri fréttir

Sjá meira


×