Tónlist

Fjögur þekktustu lög The Cranberries

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sveitin öll samankomin á sínum tíma.
Sveitin öll samankomin á sínum tíma.
Dolores ORiordan, söngkona írsku hljómsveitarinnar The Cranberries lést skyndilega í gær 46 ára að aldri. Talskona hennar tilkynnti fjölmiðlum ytra í gær að O´Riordan hefði fallið skyndilega frá í London.

Hljómsveitin The Cranberries var saman komin í London til að sinna stuttu upptökuferli í hljóðveri en dánarorsök söngkonunnar liggur ekki fyrir.

Seldu 40 milljónir platna

O´Riordan gekk til liðs við The Cranberries árið 1989 eftir að hafa séð auglýsingu í staðarblaði að hljómsveitina vantaði söngkonu. Bræðurnir Noel Hogan og Mike Hogan höfðu stofnað sveitina sem endaði á að selja rúmlega fjörutíu milljónir platna á heimsvísu með O´Riordan fremsta í flokki.

The Cranberries gáfu út nokkur gríðarlega vinsæl lög á sínum tíma. Þeirra vinsælasta lag er án efa lagið Zombie en hér að neðan má hlusta á fjögur þekktustu lög sveitarinnar. 

Um er að ræða lögin Zombie, Linger, Dream og Ode To My Family.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×