Enski boltinn

Gylfi að fá nýjan eldfljótan liðsfélaga frá Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Theo Walcott á sprettinum.
Theo Walcott á sprettinum. Vísir/Getty
Everton er nálægt því að ganga frá kaupum á Arsenal-manninum Theo Walcott en félagið mun borga í kringum tuttugu milljónir punda fyrir framherjann eldfljóta.

BBC segir frá þessum nýjustu fréttum af Gylfa Þór Sigurðssyni og félögum á Goodison Park.





Hinn 28 ára gamli Theo Walcott hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Arsenal en hann kom til liðsins frá Southampton fyrir tólf árum síðan.

Southampton var eitt liðanna sem hafði áhuga á að kaupa Walcott en Everton hafði betur.

Theo Walcott er sagður vera bjartsýnn á það að Sam Allardyce takist að koma ferli hans aftur í gang en Walcott hefur verið í aukahlutverki hjá Arsenal síðustu misseri.

Þetta eru frábærar fréttir fyrir Gylfa okkar Sigurðsson enda þarf Everton nauðsynlega á fljótari leikmönnum að halda til að nýta sem best sendingagetu íslenska landsliðsmannsins.

Theo Walcott og Gylfi Þór Sigurðsson.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×