Erlent

Dauða O'Riordan bar ekki að með saknæmum hætti

Atli Ísleifsson skrifar
Cranberries naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum.
Cranberries naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum. Vísir/AFP

Lögregla í London segir að dauða írsku söngkonunnar Dolores O'Riordan hafi ekki borið að með saknæmum hætti. Krufning muni leiða í ljós hvað hafi dregið söngkonuna til dauða.

O'Riordan var söngkona írsku sveitarinnar The Cranberries sem naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum, meðal annars með lögunum Linger, Zombie, Salvation og Dreams.

Hin 46 ára O'Riordan fannst látin á hótelherbergi sínu í London í gærmorgun, en sveitin var í London til að taka upp í stúdíói.

Aðrir meðlimir Cranberries – Noel Hogan, Fergal Lawler og Mike Hogan – minntust vinkonu sinnar á samfélagsmiðlum í gær og sögðu hana hafa búið yfir einstökum hæfileikum. Sögðust þeir hafa notið forréttinda að hafa verið hluta af lífi hennar frá árinu 1989.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.