Erlent

Dauða O'Riordan bar ekki að með saknæmum hætti

Atli Ísleifsson skrifar
Cranberries naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum.
Cranberries naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum. Vísir/AFP
Lögregla í London segir að dauða írsku söngkonunnar Dolores O'Riordan hafi ekki borið að með saknæmum hætti. Krufning muni leiða í ljós hvað hafi dregið söngkonuna til dauða.

O'Riordan var söngkona írsku sveitarinnar The Cranberries sem naut mikilla vinsælda á tíunda áratugnum, meðal annars með lögunum Linger, Zombie, Salvation og Dreams.

Hin 46 ára O'Riordan fannst látin á hótelherbergi sínu í London í gærmorgun, en sveitin var í London til að taka upp í stúdíói.

Aðrir meðlimir Cranberries – Noel Hogan, Fergal Lawler og Mike Hogan – minntust vinkonu sinnar á samfélagsmiðlum í gær og sögðu hana hafa búið yfir einstökum hæfileikum. Sögðust þeir hafa notið forréttinda að hafa verið hluta af lífi hennar frá árinu 1989.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×