Erlent

Lögreglan staðfestir að lík Janne Jemtland sé fundið

Þórdís Valsdóttir skrifar
Síðast sást til Janne Jemtland að morgni 29. desember síðastliðinn.
Síðast sást til Janne Jemtland að morgni 29. desember síðastliðinn. Norska lögreglan/Getty
Lögregluyfirvöld í Noregi hafa staðfest að líkið sem fannst í á botni ánnar Glommu á laugardag sé lík hinnar 36 ára gömlu Janne Jemtland. Jemtland hafði verið saknað frá því 29. desember síðastliðnum. 

Í tilkynningu lögreglunnar kemur ekki fram hversu lengi Jemtland hafi verið í ánni og óskar lögreglan eftir vitnum að einhverju óeðlilegu við brúnna yfir ánna. 

Endanleg krufningsskýrsla hefur ekki verið lögð fram. „Lögreglan getur ekki enn sagt til um dánarorsök, en frekari upplýsingar verða fáanlegar þegar lengra er liðið á rannsóknina,“ segir í fréttatilkynningunni.

Lögreglan telur að sterkar líkur séu á því að Janne hafi verið ráðinn bani. Síðast sást til hennar á lífi í bænum Veldre um klukkan tvö að nóttu, 29. desember. Þá höfðu hún og eiginmaður hennar verið í jólaveislu og tekið leigubíl heim. Eiginmaður Janne tilkynnti um hvarf hennar 30. desember. 

Í síðustu viku fannst blóð úr henni á jörðinni á vegi nærri Brumunddal, um hundrað kílómetra norður af höfuðborginni Osló. Eiginmaður hennar hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og er grunaður um að hafa myrt eiginkonu sína. 


Tengdar fréttir

Fundu blóð úr norskri konu sem saknað er

Lögregla í Noregi hefur staðfest að blóð sem fannst á jörðinni í norskum skógi í gær sé úr Janne Jemtland, 36 ára norskri konu sem hefur verið saknað síðan fyrir áramót.

Telja sig vita hvernig Janne lést

Norska lögreglan telur sig vita hvernig Janne Jamtland lést. Talið er að lík hennar hafi fundist í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×