Handbolti

Bið Gróttu á enda

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Lovísa Thompson átti stórleik í kvöld.
Lovísa Thompson átti stórleik í kvöld. Vísir/Vilhelm
Grótta vann sinn fyrsta sigur í Olísdeild kvenna í kvöld er Seltirningar höfðu betur gegn Fjölni, 24-22.

Staðan að loknum fyrri hálfleik var jöfn, 12-12, en heimakonur reyndust sterkari aðilinn í síðari hálfleik. Liðin eru eftir úrslitin jöfn með fjögur stig í tveimur neðstu sætum deildarinnar.

Lovísa Thompson átti stórleik fyrir Gróttu og skoraði tíu mörk. Emma Havin Sardarsdóttir kom næst með fimm mörk. Hjá Fjölni var Andrea Jacobsen markahæst með fimm mörk.

Næstu leikir í deildinni fara fram á laugardag er topplið Vals tekur á móti Selfossi og Stjarnan mætir ÍBV í Ásgarði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×