Innlent

Hrollkalt í dag

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Nú er rétt að klæða sig vel.
Nú er rétt að klæða sig vel. Vísir/Anton
Gul viðvörun er í gildi fyrir Vestfirði og má þar gera ráð fyrir snjókomu og skafrenningi, lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum. Þar má jafnframt búast við allhvassri norðanátt fram á kvöld.

Það mun lægja annars staðar á landinu í dag og að sögn Veðurstofunnar verður þar að sama skapi bjartara en á Vestfjörðum. Þó gæti orðið vart við stöku él við suðvesturströndina.

Frostið verður á bilinu 0 til 12 stig og verður kaldast í innsveitum.

Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustan golu eða kalda með éljum á morgun en að þó verði þurrt og bjart veður á Suður- og Vesturlandi. Þá mun draga lítillega úr frosti og verður það um 0 til 8 stig.

Það mun hins vegar snúast í ákveðnari norðanátt á föstudag. Henni munu fylgja snjókoma eða él á Norður- og Austurlandi en á Suður- og Suðvesturlandi verður léttskýjað.

Veðurhorfur á landinu næstu daga



Á fimmtudag:

Norðaustan 5-13 m/s og dálítil snjókoma eða él á Vestfjörðum, NA- og A-landi, en bjartviðri SV-lands. Frost 0 til 8 stig.

Á föstudag:

Norðan 8-15 og snjókoma eða él N- og A-lands, en léttskýjað á S- og SV-landi. Frost 0 til 8 stig.

Á laugardag:

Vaxandi A-átt og þykknar upp S- og V-lands, 10-15 síðdegis og dálítil snjókoma á S-landi. Hægari og víða bjartviðri fyrir norðan og austan. Frost 0 til 12 stig, kaldast í innsveitum NA-lands.

Á sunnudag:

Austlæg átt og slydda eða snjókoma með köflum, en úrkomulítið N-lands. Hiti um eða undir frostmarki.

Á mánudag:

Suðaustanátt og rigning eða slydda SV-til, hiti 0 til 5 stig. Þurrt á N- og A-landi og frost 0 til 5 stig.

Á þriðjudag:

Austlæg átt og slydda eða rigning með köflum, en snjókoma til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×