Enski boltinn

Fleiri áhorfendur í ensku b-deildinni en í toppdeildum Spánar, Frakklands og Ítalíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er oft mikil stemmning á leikjum í ensku b-deildinni.
Það er oft mikil stemmning á leikjum í ensku b-deildinni. Vísir/Getty
Enska b-deildin er í þriðja sæti yfir þær knattspyrnudeildir í Evrópu sem fengu flesta á völlinn keppnistímabilið 2016-17. Það voru aðeins enska úrvalsdeildin og þýska bundesligan sem fengu fleiri áhorfendur.  BBC segir frá.





Meira en þrettán milljónir komu á leiki í ensku úrvalsdeildinni sem var mesta aðsóknin í Evrópuboltanum á síðasta tímabili en í öðru sæti var þýska bundesligan með 12,7 milljónir áhorfendur.

Enska b-deildin fékk hinsvegar meira en ellefu milljónir á leiki sína sem er meira en toppdeildirnar á Spáni, í Frakklandi og á Ítalíu. Enska b-deildin er í níunda sæti á lista UEFA yfir sterkustu deildir álfunnar.

Meira en tuttugu þúsund manns komu að meðaltali á hvern leik í ensku b-deildinni 2016-17. Newcastle United dró upp meðaltali en 52 þúsund manns komu að meðaltali á leikina á  St James' Park.

Deildir í Evrópu með flesta áhorfendur:

1. Premier League - England    13.607.420

2. Bundesliga - Þýskaland    12.703.896

3. Championship - England    11,086.368

4. La Liga - Spánn        10.621.000

5. Serie A - Ítalía        8.377.860

6. Ligue 1 - Frakkland        7.965.940

7. 2. Bundesliga - Þýskaland    6.652.134

8. Eredivisie - The Netherlands    5.840.316

9. League One - England        4.373.496

10. Primeira Liga - Portúgal    3.622.428




Fleiri fréttir

Sjá meira


×