Fótbolti

Gummi Steinars: Var Albert Guð sem sagt að kveikja í öllum íslensku framherjunum með þrennunni?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson. Vísir/Getty
Albert Guðmundsson sýndi það í landsleikjunum á móti Indónesíu að hann ætlar sér að komast í heimsmeistaramótshóp íslenska landsliðsins í Rússlandi í sumar.

Albert lagði upp fjögur mörk í fyrri leiknum á móti Indónesíu og skoraði síðan þrennu í síðari leiknum. Þetta voru landsleikir númer tvo og þrjú hjá stráknum en hann varð þarna yngsti leikmaðurinn til að skora þrennu fyrir íslenska A-landsliðið.

Guðmundur Steinarsson er einn af markahæstu og stoðsendingahæstu leikmönnuum í efstu deildar karla frá upphafi og hann kom með góðan punkt á Twitter í gærkvöldi.

Jón Daði Böðvarsson hafði þá skorað þrennu fyrir Reading í enska bikarnum en kvöldið áður hafði Viðar Örn Kjartansson skorað tvö mörk fyrir Maccabi Tel Aviv í ísraelsku deildinni.





Viðar Örn skoraði mörkin sín í 3-1 sigri Maccabi Tel Aviv á Maccabi Haifa en fyrra markið hans kom eftir aðeins nokkurra sekúndna leik.

Það er ekki hægt að sjá annað en að íslensku framherjarnir hafi svarað frábærri frammistöðu Alberts úti í Indónesíu með frábærri frammistöðu með sínum félagsliðum.

Alfreð Finnbogason hefur líka verið að gera frábæra hluti með Augsburg í í Þýskalandi og þá ætlar Kolbeinn Sigþórsson sér að komast aftur á stað eftir langvinn meiðsli.

Jón Daði, Viðar og Alfreð máttu ekki taka þátt í landsleikjunum í Indónesíu þar sem landsleikirnir fóru ekki fram á viðurkenndum landsleikjadögum.

Það verður mjög spennandi að sjá hvernig kapphlaup íslensku framherjanna þróast á næstu mánuðum og hverja landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson ákveður síðan að taka með til Rússlands.


Tengdar fréttir

Sjáðu þrennu Alberts │ Myndbönd

Albert Guðmundsson skoraði þrennu fyrir Ísland sem vann 4-1 sigur á Indónesíu í seinni vináttuleik þjóðanna ytra í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×