Erlent

Fox News sat á frétt um Trump og klámstjörnu í kosningabaráttunni

Kjartan Kjartansson skrifar
Stephanie Clifford var í viðræðum við fjölda bandarískra fjölmiðla um viðtöl um samband hennar við forsetaframbjóðandann Trump mánuði fyrir kosningar árið 2016.
Stephanie Clifford var í viðræðum við fjölda bandarískra fjölmiðla um viðtöl um samband hennar við forsetaframbjóðandann Trump mánuði fyrir kosningar árið 2016. Vísir/AFP

Fréttamaður Fox News vann frétt um meint kynferðislegt samband Donalds Trump við klámstjörnu þegar kosningabaráttan í Bandaríkjunum stóð sem hæst árið 2016. Stjórnendur stöðvarinnar kusu hins vegar að sitja á fréttinni.

Wall Street Journal sagði frá því á föstudag að lögmaður Trump hefði greitt Stephanie Clifford, klámstjörnu sem gengur undir viðurnefninu Stormy Daniels, 130.000 dollara fyrir að þegja um samband hennar við þá forsetaframbjóðandann rétt fyrir kosningarnar.

Nú segir CNN að Fox News, íhaldssama fréttastöðin sem hefur verið hliðholl Trump, hafi verið með tilbúna frétt um samband Trump við Clifford í október 2016. Diana Falzone, fréttakona Fox News, hefði jafnvel séð tölvupósta um samkomulagið sem gert var við Clifford. Stöðin hafi hins vegar ákveðið að birta fréttina ekki.

Noah Kotch, ritstjóri og varaforseti stafræna hluta Fox News, segir að stöðin hafi vissulega verið að kanna málið á sínum tíma. Ekki hefðist hins vegar tekist að staðfesta fréttina og birta hana. Talsmaður Fox News svaraði ekki fyrirspurn CNN um hvers vegna stöðin hefði ekki birt á eigin heimildavinnu eftir að málið varð opinbert fyrir helgi.

Lögmaður Trump, Clifford og Hvíta húsið hafa öll hafnað fregnunum. Engu að síður er Clifford sögð hafa verið í viðræðum við fjölda fjölmiðla um viðtal um samband hennar við Trump rétt fyrir kosningarnar í fyrra.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.