Viðskipti innlent

Unnur Elfa til Samtaka atvinnulífsins

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Meistararitgerð Unnar í lögfræði fjallaði um samanburð á reglum ESB og EES réttar og reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um viðskipti með vörur.
Meistararitgerð Unnar í lögfræði fjallaði um samanburð á reglum ESB og EES réttar og reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um viðskipti með vörur. Samtök atvinnulífsins
Unnur Elfa Hallsteinsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri á samkeppnishæfnisviði Samtaka atvinnulífsins. Hún er lögfræðingur frá Háskóla Íslands en hún starfaði áður hjá sendiráði Íslands í Brussel, EFTA og Fjármálaeftirlitinu.

Meistararitgerð Unnar í lögfræði fjallaði um samanburð á reglum ESB og EES réttar og reglum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (WTO) um viðskipti með vörur. BA ritgerð hennar fjallaði um framsal ríkisvalds alþjóðastofnana með tilliti til Schengen samstarfsins.

Unnur Elfa hefur þegar hafið störf hjá Samtökum atvinnulífsins sem bjóða hana velkomna að því er segir í tilkynningu frá samtökunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×