Enski boltinn

Jaap Stam hrósaði Jóni Daða mikið eftir leikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Daði Böðvarsson fékk að eiga boltann eftir þrennuna.
Jón Daði Böðvarsson fékk að eiga boltann eftir þrennuna. Vísir/Getty
Jón Daði Böðvarsson skoraði öll mörk Reading í gærkvöldi þegar liðið tryggði sér sæti í fjórðu umferð ensku bikarkeppninnar með 3-0 sigri á Stevenage.

Jón Daði skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og innsiglaði síðan þrennuna í þeim seinni. Þetta var fyrsta þrenna Selfyssingsins í enska boltanum.

Hollendingurinn Jaap Stam er knattspyrnustjóri Reading en hann lék með liði Manchester United frá 1998 til 2001 og varð þrisvar sinnum enskur meistari með liðinu.

Jaap Stam talaði vel um Jón Daða eftir leikinn í gær. Hann hrósaði honum fyrir vinnusemina, hugarfarið og að nýta tækfærin sín. Það má sjá viðtalið við hann hér fyrir neðan.

    

Jón Daði fékk líka góða þjónustu í gær en velski varnarmaðurinn Chris Gunter lagði upp öll mörkin hans. Þetta var tímamótaleikur hjá Gunter en hann var að spila sinn 250. leik fyrir félagið.








Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×