Innlent

Reykjavíkurborg greiðir 47 milljónir til starfsemi Vinjar

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Árni Gunnarsson, formaður Rauða krossins á Íslandi, skrifuðu undir samninginn í húsnæði Vin við Hverfisgötu.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, og Árni Gunnarsson, formaður Rauða krossins á Íslandi, skrifuðu undir samninginn í húsnæði Vin við Hverfisgötu. Reykjavíkurborg
Reykjavíkurborg og Rauði krossinn gerðu í dag samning um að borgin greiði fjörutíu og sjö milljónir til starfsemi Vinjar. Vin er athvarf, fræðslu- og batasetur þar sem áhersla er lögð á notendasamráð og samstarf við aðila sem koma að batamiðaðri þjónustu fyrir fólk með geðfötlun.

Kostnaður við þjónustu er fjörutíu og tvær milljónir króna og fimm milljónir eru vegna húsnæðiskostnaðar. Rekstur og þjónusta verður undir stjórn og ábyrgð Rauða krossins í Reykjavík en hann annast rekstur húsnæðisins að Hverfisgötu 47. 

Þjónusta Vinjar er mótuð af stöðugu samráði við notendur en samningsaðilar voru sammála um að starfsemin væri dæmi um vel heppnað þverfaglegt samstarf.

Hægt er að lesa samninginn í heild sinni með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×