Handbolti

Guðjón: Þetta var óskiljanlegt

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðjón Árnason, fyrrum landsliðsmaður, segir að frammistaða Íslands hafi engan vegin verið nógu góð á Evrópumótinu í Króatíu. Menn þurfa að leita skýringa.

„Engan vegin nógu gott. Mér finnst þetta tvískipt. Við dettum mjög langt niður í slæmu köflunum og sérstaklega í gær að maður er bara orðlaus hvað við förum langt niður.”

„Það er varla hægt að finna skýringu á því hvers vegna þetta góða lið leyfir sér að fara í þennan pakka. Þetta var óskiljanlegt,” en hver er skýringin á þessum slæmu köflum?

„VIð vitum að liðið er ekki í sömu gæðum og undanfarin ár, það eru kynslóðarskipti. Vondu kaflarnir eru mjög vondir og við náum okkur aldrei upp úr þeim,” sagði Guðjón.

Einar Andri þjálfar Aftureldingu í Olís-deild karla og hefur þjálfað marga af landsliðsmönnum Íslands í yngri landsliðunum.vísir/skjáskot
Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, segir að það sé vonbrigði að Ísland sé fallið úr leik á EM.



„Já, klárlega úr því sem komið var. Við spiluðum frábæran leik gegn Svíum sem sýndu okkur í gær úr hverju þeir eru gerðir, á versta tima fyrir okkur,” sagði Einar í samtali við Arnar Björnsson.

Síðustu þrjú stórmót hefur Ísland einungis þrjá leiki og það er áhyggjuefni. 



„Við erum búnir að vera í breytingarferli. Miklar breytingar og margir sterkir póstar hættir og nýjir að koma inn. Auðvitað erum við ekki sáttir við að vinna ekki fleiri leiki, en það hefur sínar skýringar.”



„Við þurfum að vanda okkur í því sem við erum að gera. Eina mikilvægt er að halda okkur í efri styrkleikaflokknum fyrir umspil, en um leið og við föllum í neðri styrkleikann þá flækist málið. Menn þurfa að vera á verði.”

Viðtölin má sjá í sjónvarpsgluggunum hér að ofan og neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×