Handbolti

Danir skelltu Spánverjum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik kvöldsins.
Úr leik kvöldsins. vísir/afp
Danmörk gerði sér lítið fyrir og vann þriggja marka sigur á Spánverjum, 25-22, í lokaleik D-riðils. Danir fara því með tvö stig áfram í milliriðil.

Leikurinn var í járnum framan af og þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn eitt mark Dönum í vil, 14-13.

Í síðari hálfleik voru Danirnir sterkari og náðu mest fimm marka forskoti, 25-20, en að endingu varð munurinn þrjú mörk, 25-22.

Peter Balling lék á alls oddi fyrir Dani og skoraði átta mörk, en Mikkel Hansen kom næstur. Hann skoraði sex mörk. Danir fara því með tvö stig í milliriðil eins og Spánn.

Alex Dujshebaev skoraði sex mörk fyrir Spánverja. Raul Entrerrios skoraði fjögur.

Í hinum leik kvöldsins unnu Slóvenar níu marka sigur á Svartfjallalandi, 28-19, eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik, 14-13.

Slóvenar skelltu í lás í síðari hálfleik. Fengu einungis sex mörk á sig og unnu að lokum öruggan sigur, en Slóvenar fara áfram í milliriðil með eitt stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×