Innlent

Starfsmaður meðferðarheimilis kærður fyrir kynferðislega áreitni

Sigurður Mikael Jónsson skrifar
Lögreglan rannsakar nú kæru á hendur starfsmanni meðferðarheimilis.
Lögreglan rannsakar nú kæru á hendur starfsmanni meðferðarheimilis.
Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú kæru á hendur starfsmanni meðferðarstofnunar sem lögð var fram fyrir nokkrum vikum.

Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildarinnar, staðfestir í samtali við Fréttablaðið að starfsmaðurinn hafi verið kærður fyrir kynferðislega áreitni gagnvart skjólstæðingi. Slíkar kærur eru að sögn Árna ekki algengar en rannsókn málsins er ekki lokið. Lögreglan gefur ekki upp um hvaða meðferðarstofnun er að ræða.

DV greindi frá því á föstudag að kona um tvítugt hefði kært sextugan starfsmann meðferðarheimilisins í Krýsuvík fyrir kynferðisbrot. Maðurinn, sem vikið var frá störfum, gekkst við því í samtali við DV að hafa farið út fyrir siðferðisleg mörk í samskiptum sínum við skjólstæðinga heimilisins en neitaði því alfarið að hafa brotið gegn þeim kynferðislega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×