Fótbolti

„Töframaðurinn með stærsta brosið“ leggur skóna á hilluna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ronaldinho var oftar en ekki brosandi.
Ronaldinho var oftar en ekki brosandi. vísir/getty
Brasilíski snillingurinn og goðsögnin, Ronaldinho, hefur lagt skóna á hilluna. Hann hefur ekki spilað leik frá 2015, en þetta hefur nú loks verið staðfest.

Ronaldinho sem er orðinn 37 ára gamall var hluti af stórkostlegu liði Brasilíu sem varð heimsmeistari 2002, en einnig vann hann Gullboltann 2005 og Meistaradeildina með Barcelona 2006.

„Hann er hættur. Þetta er búið,” staðfesti Roberto Assis, bróðir og umboðsmaður Ronaldinho, sem segir að það muni einhverjir viðburðir fara fram í kjölfar þess að þessi mikli snillingur hafi lagt skóna á hilluna.

„VIð munum vera með ýmsa viðburði í Brasilíu, Evrópu og Asíu. Auðvitað munum við svo gera eitthvað með brasilíska landsliðinu.”

Ronaldinho hóf ferilinn hjá Gremiu áður en hann gekk í raðir PSG árið 2001. Eftir fimm ár hjá Barcelona þar sem hann spænsku deildina í tvígang gekk hann í raðir AC Milan þar sem hann vann einn deildartitil.

Að lokum hélt kappinn svo til heimalandsins þar sem hann lék með Flamengo, Atletico Miniera og Fluminense. Í millitíðinni lék hann með Querataro í Mexíkó.

Margir hafa birt myndir af sér ásamt Ronaldinho í dag og skrifað fallegan texta, bæði samherjar og mótherjar. Einn þeirra er Eiður Smári Guðjohnsen, en þeir léku meðal annars saman hjá Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×