Innlent

Hvannadalshnjúkur skalf

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Öræfajökul nötraði eilítið í nótt.
Öræfajökul nötraði eilítið í nótt. Vísir/Vilhelm
Skjálfti að stærðinni 3,2 varð skammt frá Hvannadalshnjúk á þriðja tímanum í nótt. Upptök skjálftans voru á um 100 metra dýpi, 2,8 kílómetra austan við þennan hæsta tind landsins. Enginn merki eru þó um gosóróa. Í kjölfar skjálftans mældust tveir vægari skjálftar á svæðinu.

Sá fyrri reið yfir um 15 mínútum eftir þann fyrsta og var 0,3 að stærð og sá næsti var af stærðinni 1,8 og mældist klukkan 02:43.

Alls mældust 7 skjálftar á landinu frá miðnætti, sá fyrstnefndi þeirra langsterkastur.

Rúmlega 220 jarðskjálftar mældust í liðinni viku sem eru talsvert færri skjálftar en í vikunni áður að sögn Veðurstofunnar. Þá mældust rúmlega 500 skjálftar. Stærsti skjálfti vikunnar var 2,8 að stærð og mældist þann 10. janúar í Bárðarbungu. Aðeins 6 skjálftar mældust í Öræfajökli, allir undir 1,0 að stærð. Tveir smáskjálftar mældust í Heklu í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×