Fótbolti

Ekki á hverjum degi sem stuðningsmenn blístra á fjögurra marka hetju

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Neymar.
Neymar. Vísir/Getty
Neymar leyfði Edinson Cavani ekki að taka víti í gærkvöldi og ná markametinu af Zlatan Ibrahimovic. Stuðningsmenn Parísarliðsins voru allt annað en ánægðir með Brasilíumanninn sem var þó búinn að eiga stórleik.

Paris Saint-Germain vann 8-0 stórsigur á Dijon í frönsku deildinni í gær og enginn lék betur en Brasilíumaðurinn Neymar sem var með fjögur mörk og tvær stoðsendingar í leiknum.

Neymar fékk þrátt fyrir það að heyra það frá stuðningsmönnum liðsins þegar hann leyfði Edinson Cavani ekki að taka vítaspyrnu á 83. mínútu. Leikurinn var búinn að stuðningsmennirnir vildu verða vitni að nýju markameti.  

Angel Di Maria (2), Cavani og Neymar komu PSG í 4-0 fyrir hálfleik og Neymar innsiglaði síðan þrennuna sína með tveimur mörkum á fyrsta hálftímanum í síðari hálfleik.

Cavani jafnaði markamet félagsins með markinu sínu en hann hefur nú skorað 156 mörk fyrir félagið í öllum keppnum eða jafnmikið og Svíinn Zlatan Ibrahimovic gerði á árunum 2012 til 2016.

Kylian Mbappe kom Paris Saint-Germain í 7-0 eftir stoðsendingu Neymar á 77. mínútu en svo fékk Parísarliðið víti á 83. mínútu.

Í stað þess að leyfa Cavani að taka vítið og bæta þar með markamet Ibrahimovic þá tók Neymar vítaspyrnuna sjálfur. Stuðningsmenn PSG voru allt annað en sáttur og blístruðu á Brasilímanninn.

„Ég held að Neymar hafi tekið vítið sjálfur af því að þetta var líka góður dagur fyrir hann,“ sagði Unai Emery, þjálfari Paris Saint-Germain, eftir leikinn. „Við erum ánægðir með það. Það verða fullt af fleiri tækifærum fyrir Cavani að skora fleiri mörk,“ sagði Emery.

Neymar, Kylian Mbappe og Edinson CavaniVísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×