Innlent

Maðurinn sem fannst í Öræfum var franskur

Samúel Karl Ólason skrifar
Ekki er talið að dauða mannsins hafi borið að með saknæmum hætti en beðið er eftir niðurstöðu réttarkrufningar um dánarmein.
Ekki er talið að dauða mannsins hafi borið að með saknæmum hætti en beðið er eftir niðurstöðu réttarkrufningar um dánarmein. Mynd/Alta
Lögreglan á Suðurlandi rannsakar nú andlát fransks ferðamanns sem björgunarsveitarmenn fundu látinn í brattlendi við Sandfell í Öræfum um hádegisbil í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi þar sem segir einnig að sendiráð Frakklands á Íslandi hafi upplýst aðstandendur mannsins um málið.

Ekki er talið að dauða mannsins hafi borið að með saknæmum hætti en beðið er eftir niðurstöðu réttarkrufningar um dánarmein.

Sjá einnig: Líkfundur í Öræfum

Farið var að grennslast fyrir um ferðir mannsins eftir að þjóðgarðsvörður hafði gert bílaleigu viðvart um að bifreið frá henni, Volkswagen Polo, 4 dyra, grá að lit,  hafi staðið um einhvern tíma á bílastæðinu við Sandfell.   Maðurinn mun hafa tekið bifreiðina á leigu til eins mánaðar þann 24. desember og síðast er vitað um ferðir hans í Skaftafelli þann 29. desember síðastliðin.

Hafi einhver orðið umræddrar bifreiðar var á tímabilinu frá 29.12.2017 til 15.01.18 er sá hinn sami beðinn að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi í síma 4442000 eða með tölvupósti á sudurland@logreglan.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×