Erlent

Óttast að fyrrverandi útsendara CIA verði ekki refsað fyrir meint svik

Samúel Karl Ólason skrifar
Á sínum tíma ræddu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fimm sinnum við Lee en að endingu var hann ekki ákærður, fyrr en nú.
Á sínum tíma ræddu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fimm sinnum við Lee en að endingu var hann ekki ákærður, fyrr en nú. Vísir/Getty
Útsendarar Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, óttast að fyrrverandi starfsmanni stofnunarinnar verði ekki refsað fyrir að svíkja um 20 uppljóstrara í Kína til þarlendra yfirvalda. Jerry Chun Shing Lee var handtekinn á mánudaginn vegna rannsóknar á leka sem leiddi til lömunar njósnastarfsemi Bandaríkjanna í Kína.

Hann hefur þó, enn sem komið er, eingöngu verið sakaður um að búa yfir leynilegum upplýsingum um uppljóstrara Bandaríkjanna. Ekki að veita Kínverjum aðgang að þeim. Eftir að Lee hætti hjá CIA árið 2007 missti hann heimild sína til að búa yfir slíkum upplýsingum.

Sjá einnig: Handtaka varpar ljósi á lamaða starfsemi CIA í Kína



Embættismenn segja þó ólíklegt að hann verði ákærður fyrir njósnir. Svo virðist sem að ekki hafi fundist sannanir fyrir því að Lee hafi í raun látið Kínverjar fá upplýsingarnar, samkvæmt frétt Washington Post.



Á sínum tíma ræddu starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fimm sinnum við Lee en að endingu var hann ekki ákærður, fyrr en nú. Hann býr í Hong Kong og kom á mánudaginn til Bandaríkjanna í fyrsta sinn í nokkur ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×