Handbolti

Noregi tókst betur til gegn Serbíu en Íslandi

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Norðmenn gátu leyft sér að fagna í kvöld.
Norðmenn gátu leyft sér að fagna í kvöld.
Noregur lagði Serbíu í fyrsta leik milliriðla Evrópumótsins í Króatíu í dag, 32-27, og tókst því betur til gegn Serbíu en íslenska landsliðinu.

Fyrri hálfleikur var jafn á nánast öllum tölum og var staðan í háfleik 15:15. Frændur okkar Norðmenn stigu hins vegar á bensíngjöfina í síðari hálfeik og lögðu grunninn að sterkum sigri með 7-2 kafla.

Ólíkt íslenska landsliðinu var lokakafli Norðmanna góður og sigldi liðið tiltölulega þægilegum sigri í höfn, 32-27, líkt og áður sagði.

Kristjan Bjornsen var markahæstur í leiknum með átta mörk og var valinn maður leiksins. Markahæstir í liði Serba voru þeir Zarko Sesum og Bojan Beljanski með fimm mörk hvor.

Lið Noregs, sem er nú með fjögur stig í milliriðli eitt, fær ekki langa hvíld en þeir mæta næst heimamönnum í Króatíu næstkomandi laugardag.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×