Erlent

Talinn hafa myrt níu á þremur vikum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hinn 35 ára Cleophus Cooksey Jr., var handtekinn þann 17. desember síðastliðinn.
Hinn 35 ára Cleophus Cooksey Jr., var handtekinn þann 17. desember síðastliðinn. Vísir/Getty
Karlmaður frá Arizona-ríki í Bandaríkjunum er grunaður um að hafa myrt níu manns á þremur vikum, þar á meðal skyldmenni sín. Þetta staðfestir lögregla í Phoenix, höfuðborg Arizona.

Maðurinn, hinn 35 ára Cleophus Cooksey Jr., var handtekinn þann 17. desember síðastliðinn grunaður um að hafa skotið móður sína og stjúpföður til bana.

Við rannsókn á byssunni, sem Cooksey er talinn hafa notað við verknaðinn, kom í ljós að sama vopn var notað til að myrða sjö einstaklinga á sama svæði í aðdraganda 17. desember. Í frétt breska ríkisútvarpsins segir að ný tækni við rannsókn á vopnum hafi leitt til þess að hægt var að tengja málin saman.

Fyrsta morðið á Cooksey að hafa framið þann 27. nóvember síðastliðinn en fórnarlömb hans voru á aldrinum 21-56 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×