Erlent

Forsætisráðherrann verður móðir

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Talað var um Jacindamania eða Jacindu-brjálæði fyrir síðustu kosningar en persónufylgi hennar er mikið.
Talað var um Jacindamania eða Jacindu-brjálæði fyrir síðustu kosningar en persónufylgi hennar er mikið. VÍSIR/AFP
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Jacinda Ardern, tilkynnti í gær að hún eigi von á barn með eiginmanni sínum, Clark Gayford. Barnið er sett í júní og gerir Ardern ráð fyrir því að taka sér sex vikna barneignarleyfi að fæðingunni lokinni.

„Og við héldum að 2017 hafi verið stórt ár!“ skrifar Ardern í færslu á Instagram-reikningi sínum þar sem hún greinir frá þunguninni.

Ardern er 37 ára gömul og varð yngsti forsætisráðherrann í sögu Nýja-Sjálands þegar hún myndaði stjórn frá miðju til vinstri í október síðastliðnum.

Hún hefur vart haft undan við að taka við heillaóskum eftir að hún setti inn fyrrnefnda færslu í gærkvöldi.

Sjá einnig: Yngsta konan í ráðherrasætinu

Í samtali við fjölmiðla segir Ardern að hún hafi komist að því að hún væri ólétt aðeins sex dögum áður en að hún tók við embætti - og varð hún „100 prósent hissa,“ að eigin sögn.

Hún segist ætla að vera ávallt innan handar þó svo að hún taki sér nokkrar vikur í leyfi eftir barnsburðinn. „Ég er ekki fysta konan til að halda mörgum boltum á lofti. Ég er ekki fyrsta konan á vinnumarkaði sem eignast barn. Fjölmargar konur hafa gert það á undan mér,“ segir Ardern og bætir við að eiginmaður hennar verði heimavinnandi eftir að barnið kemur í heiminn.

Instagram-færslu Jacindu Ardern má sjá hér að neðan


Tengdar fréttir

Yngsta konan í ráðherrasætinu

Jacinda Ardern, formaður Verkamannaflokksins á Nýja-Sjálandi, verður yngsti kvenkyns forsætisráðherrann í sögu ríkisins. Þetta varð ljóst eftir að Winston Peters, formaður flokksins Nýja-Sjáland fyrst, tilkynnti að flokkur hans hefði ákveðið að ganga í ríkisstjórnarsamstarf með Verkamannaflokknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×