Fótbolti

Dortmund vill fá Alfreð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Alfreð Finnbogason á 11 landsliðsmörk í 45 leikjum
Alfreð Finnbogason á 11 landsliðsmörk í 45 leikjum vísir/ernir
Þýska stórliðið Dortmund hefur áhuga á að festa kaup á íslenska landsliðsframherjanum Alfreði Finnbogasyn. Það er vefsíðan Calcio insider sem greinir frá því.

Dortmund gæti verið að missa Pierre-Emerick Aubameyang til Arsenal og herma heimildir að hann sé nú þegar búinn að ná samkomulagi við Arsenal, aðeins eigi eftir að klára að ganga frá kaupanum. Þá fór ungstirnið Ousmane Dembele til Barcelona í sumar.

Aubameyang er næstmarkahæstur í þýsku Bundesligunni með 13 mörk og myndi því skilja eftir sig stórt skarð í liði Dortmund. Það liggur beinast við að maðurinn næst á eftir Aubameyang á listanum sé fyrstur á óskalista Dortmund en það er einmitt Alfreð Finnbogason. Hann er með 11 mörk í 16 leikjum fyrir Augsburg.

Samkvæmt heimildum Calcio Insider mun Alfreð hafa áhuga á því að fara til Dortmund. Augsburg vill hins vegar ekki selja Alfreð í janúarglugganum því liðið á möguleika á að berjast um Evrópusæti. Liðið er í sjöunda sæti deildarinnar og aðeins tveimur stigum á eftir Dortmund í fjórða sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×