Körfubolti

Erfitt val fyrir LeBron James og Stephen Curry

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James og Stephen Curry.
LeBron James og Stephen Curry. Vísir/Getty
LeBron James og Stephen Curry fengu flest atkvæði í kosningunni á byrjunarliði Stjörnuleiks NBA-deildarinnar í ár og fá því hlutverk fyrirliða Austur- og Vesturliðsins.

Valið á leikmönnum fer nú fram eftir nýju fyrirkomulagi en þetta verður eins og á leikvellinum þegar krakkarnir eru að kjósa í lið.

LeBron James fékk flest atkvæði allra og fær því að velja fyrst en svo skiptast hann og Stephen Curry á því að velja leikmenn þar til að liðin þeirra eru fullskipuð.





Fyrirliðarnir mega velja leikmenn úr hvorri deild fyrir sig og LeBron James má því velja leikmenn úr Vesturdeildinni alveg eins og Stephen Curry má velja leikmenn úr Austurdeildinni.

Það voru mjög fróðlegt að sjá hvernig þetta kemur út og hvaða leikmenn eru valdir fyrstir af tveimur af allra stærstu stjörnum deildarinnar. Hvort ræður vinskapur, pólíkt eða hæfileikar? Verður þetta kannski blanda af öllu?

Þjálfarar deildanna velja eins og áður varamennina fjórtán og verður tilkynnt um þeirra val í næstu viku.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×